Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Þróttar og Björn Sigurbjörnsson þjálfari kvennaliðs Selfoss eru verulega ósáttir við vinnubrögð KSÍ í kringum leik liðanna sem er á dagskrá á fimmtudaginn.
Hann átti upphaflega að fara fram í gær og vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann var hins vegar færður til morguns vegna veðurs en vegna karlaleikjanna var ákveðið um helgina að færa hann til fimmtudagsins svo hægt væri að sýna hann í sjónvarpinu.
„Þjálfararnir fengu ekki þessar upplýsingar fyrr en klukkutíma fyrir æfingu sem var liður í undirbúningi fyrir leikinn á morgun. Þetta er algjörlega óásættanlegt," skrifar Nik á Twitter.
„Það var ekki gert í samráði við félögin að finna bestu lausnina. Hvað væri best fyrir leikmenn, þjálfara og sjálfboðaliða sem þegar þurftu að breyta eða hætta við próf í skólum, breyta vöktum og græja pössun."
Þá segir hann að lokum að félagið muni ekki veita Stöð 2 viðtöl. Björn deildi færslunni hans Nik og tók undir hana.
„Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara," skrifaði Björn.
The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023
Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff
— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023




