Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 02. júní 2022 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Albert er á bekknum
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vekur athygli að Albert Guðmundsson byrjar á varamannabekknum hjá Íslandi gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

Arnór Sigurðsson, sem spilaði lítið sem ekkert með félgasliði sínu á Ítalíu, eftir áramót fær að byrja þennan leik á meðan Albert, sem spilaði meira og betur í sömu deild, tyllir sér á bekknum.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ræddi við Viaplay fyrir leik og útskýrði val sitt.

„Við erum með efnilegan og góðan leikmannahóp. Við erum að fara í fjögurra leikja hrinu og verðum að velja vel. Fyrir þennan leik var þetta okkar vel og fyrir strategíuna í leiknum töldum við þetta vera besta byrjunarliðið," sagði Arnar.

„Albert byrjar á bekknum eins og ellefu aðrir. Við erum að leggja upp leikplan sem hentar á útivelli. Ísrael eru sterkir á heimavelli og það eru mjög margir góðir leikmenn í þessu liði."

„Maður velur kannski aðra styrkleika meira en Albert hefur fyrir þennan leik."
Byrjunarlið Ísrael:
18. Ofir Marciano (m)
2. Eli Dasa
4. Miguel Vítor
8. Dor Peretz
10. Munas Dabbur
11. Liel Adaba
11. Manor Solomon
13. Sean Goldberg
14. Doron Leidner
16. Mohammad Abu Fani
20. Eden Karzev

Byrjunarlið Ísland:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason
9. Jón Dagur Þorsteinsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
10. Arnór Sigurðsson
17. Daníel Leó Grétarsson
17. Hákon Arnar Haraldsson
20. Þórir Jóhann Helgason
23. Hörður Björgvin Magnússon
Athugasemdir
banner
banner