Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 02. júní 2023 20:32
Matthías Freyr Matthíasson
Jökull: Held að Ísak Andri sé ekkert að stressa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góður sigur. Margt sem var gott í dag. Varnarleikurinn góður, sóknarleikurinn virkilega góður. Spirit og margt gott sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir góðan 4 - 0 sigur á KA í kvöld


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Flestir leikir byrja þannig að liðin eru að þreifa og finna mómentið en ég var alveg viss um það að ef við næðum fyrsta markinu að þá gæti þetta farið svona. 

Við erum ekkert að pirra okkur á tapinu í síðasta leik. Sá leikur gerði ekki neitt fyrir okkur og hann var eins og hann var og við lærum af honum fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn.

Örvar Logi Örvarsson þurfti að fara af velli eftir högg í andlitið, er í lagi með hann?

Hann fær hreinan olnboga og ég reikna með að hann verði í lagi. Ég er ekki búinn að tékka á því hvort að hann hafi fengið heilahristing en þetta var helvíti fastur olnbogi beint á nefið og við augað þannig að við þurfum að tékka á því.

Þessir ungu strákar í liðinu, geturu hrósað þeim nægilega mikið?

Þeir hafa staðið sig rosalega vel og það er alveg sama hver kemur inn, þeir gera virkilega vel en það er líka hrós til annara leikmanna og hópurinn í allri heild sinni á mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og það sem er í gangi. Það eru leikmenn fyrir utan hóp sem gera það að verkum að þessi frammistaða er eins og hún er. Risastórt hrós á alla og svo þurfum við að halda áfram.

Ísak Andri er búinn að vera að glíma við einhver meiðsli og fer út af í dag, var það bara varúðarráðstöfun?

Já já hann var alveg heill í dag og búinn að fá alveg grænt ljós og hvíldum hann síðast þannig að hann á að vera í lagi.

Svo ég haldi áfram að tala um Ísak Andra sem er búinn að vera vinsælt umræðuefni í sumar, verður hann í Stjörnunni út tímabilið?

Það er ekkert sem ég get svarað. Ég hef ekki hugmynd og ég er mjög ánægður með hugafarið hjá honum og öðrum ungum leikmönnum leikmönnum og þeir eru að njóta þess að vera í mómentinu og eru að njóta þess að vera spila með félögum sínum og í liði sem þeim líður vel í þannig að ég held að hann sé ekkert að stressa sig

Nánar er rætt við Jökul hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner