Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fös 02. júní 2023 20:32
Matthías Freyr Matthíasson
Jökull: Held að Ísak Andri sé ekkert að stressa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góður sigur. Margt sem var gott í dag. Varnarleikurinn góður, sóknarleikurinn virkilega góður. Spirit og margt gott sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir góðan 4 - 0 sigur á KA í kvöld


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Flestir leikir byrja þannig að liðin eru að þreifa og finna mómentið en ég var alveg viss um það að ef við næðum fyrsta markinu að þá gæti þetta farið svona. 

Við erum ekkert að pirra okkur á tapinu í síðasta leik. Sá leikur gerði ekki neitt fyrir okkur og hann var eins og hann var og við lærum af honum fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn.

Örvar Logi Örvarsson þurfti að fara af velli eftir högg í andlitið, er í lagi með hann?

Hann fær hreinan olnboga og ég reikna með að hann verði í lagi. Ég er ekki búinn að tékka á því hvort að hann hafi fengið heilahristing en þetta var helvíti fastur olnbogi beint á nefið og við augað þannig að við þurfum að tékka á því.

Þessir ungu strákar í liðinu, geturu hrósað þeim nægilega mikið?

Þeir hafa staðið sig rosalega vel og það er alveg sama hver kemur inn, þeir gera virkilega vel en það er líka hrós til annara leikmanna og hópurinn í allri heild sinni á mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og það sem er í gangi. Það eru leikmenn fyrir utan hóp sem gera það að verkum að þessi frammistaða er eins og hún er. Risastórt hrós á alla og svo þurfum við að halda áfram.

Ísak Andri er búinn að vera að glíma við einhver meiðsli og fer út af í dag, var það bara varúðarráðstöfun?

Já já hann var alveg heill í dag og búinn að fá alveg grænt ljós og hvíldum hann síðast þannig að hann á að vera í lagi.

Svo ég haldi áfram að tala um Ísak Andra sem er búinn að vera vinsælt umræðuefni í sumar, verður hann í Stjörnunni út tímabilið?

Það er ekkert sem ég get svarað. Ég hef ekki hugmynd og ég er mjög ánægður með hugafarið hjá honum og öðrum ungum leikmönnum leikmönnum og þeir eru að njóta þess að vera í mómentinu og eru að njóta þess að vera spila með félögum sínum og í liði sem þeim líður vel í þannig að ég held að hann sé ekkert að stressa sig

Nánar er rætt við Jökul hér að ofan


Athugasemdir