Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 02. júní 2023 20:32
Matthías Freyr Matthíasson
Jökull: Held að Ísak Andri sé ekkert að stressa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góður sigur. Margt sem var gott í dag. Varnarleikurinn góður, sóknarleikurinn virkilega góður. Spirit og margt gott sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir góðan 4 - 0 sigur á KA í kvöld


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Flestir leikir byrja þannig að liðin eru að þreifa og finna mómentið en ég var alveg viss um það að ef við næðum fyrsta markinu að þá gæti þetta farið svona. 

Við erum ekkert að pirra okkur á tapinu í síðasta leik. Sá leikur gerði ekki neitt fyrir okkur og hann var eins og hann var og við lærum af honum fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn.

Örvar Logi Örvarsson þurfti að fara af velli eftir högg í andlitið, er í lagi með hann?

Hann fær hreinan olnboga og ég reikna með að hann verði í lagi. Ég er ekki búinn að tékka á því hvort að hann hafi fengið heilahristing en þetta var helvíti fastur olnbogi beint á nefið og við augað þannig að við þurfum að tékka á því.

Þessir ungu strákar í liðinu, geturu hrósað þeim nægilega mikið?

Þeir hafa staðið sig rosalega vel og það er alveg sama hver kemur inn, þeir gera virkilega vel en það er líka hrós til annara leikmanna og hópurinn í allri heild sinni á mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og það sem er í gangi. Það eru leikmenn fyrir utan hóp sem gera það að verkum að þessi frammistaða er eins og hún er. Risastórt hrós á alla og svo þurfum við að halda áfram.

Ísak Andri er búinn að vera að glíma við einhver meiðsli og fer út af í dag, var það bara varúðarráðstöfun?

Já já hann var alveg heill í dag og búinn að fá alveg grænt ljós og hvíldum hann síðast þannig að hann á að vera í lagi.

Svo ég haldi áfram að tala um Ísak Andra sem er búinn að vera vinsælt umræðuefni í sumar, verður hann í Stjörnunni út tímabilið?

Það er ekkert sem ég get svarað. Ég hef ekki hugmynd og ég er mjög ánægður með hugafarið hjá honum og öðrum ungum leikmönnum leikmönnum og þeir eru að njóta þess að vera í mómentinu og eru að njóta þess að vera spila með félögum sínum og í liði sem þeim líður vel í þannig að ég held að hann sé ekkert að stressa sig

Nánar er rætt við Jökul hér að ofan


Athugasemdir
banner