Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 02. júní 2023 20:32
Matthías Freyr Matthíasson
Jökull: Held að Ísak Andri sé ekkert að stressa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góður sigur. Margt sem var gott í dag. Varnarleikurinn góður, sóknarleikurinn virkilega góður. Spirit og margt gott sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir góðan 4 - 0 sigur á KA í kvöld


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Flestir leikir byrja þannig að liðin eru að þreifa og finna mómentið en ég var alveg viss um það að ef við næðum fyrsta markinu að þá gæti þetta farið svona. 

Við erum ekkert að pirra okkur á tapinu í síðasta leik. Sá leikur gerði ekki neitt fyrir okkur og hann var eins og hann var og við lærum af honum fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn.

Örvar Logi Örvarsson þurfti að fara af velli eftir högg í andlitið, er í lagi með hann?

Hann fær hreinan olnboga og ég reikna með að hann verði í lagi. Ég er ekki búinn að tékka á því hvort að hann hafi fengið heilahristing en þetta var helvíti fastur olnbogi beint á nefið og við augað þannig að við þurfum að tékka á því.

Þessir ungu strákar í liðinu, geturu hrósað þeim nægilega mikið?

Þeir hafa staðið sig rosalega vel og það er alveg sama hver kemur inn, þeir gera virkilega vel en það er líka hrós til annara leikmanna og hópurinn í allri heild sinni á mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og það sem er í gangi. Það eru leikmenn fyrir utan hóp sem gera það að verkum að þessi frammistaða er eins og hún er. Risastórt hrós á alla og svo þurfum við að halda áfram.

Ísak Andri er búinn að vera að glíma við einhver meiðsli og fer út af í dag, var það bara varúðarráðstöfun?

Já já hann var alveg heill í dag og búinn að fá alveg grænt ljós og hvíldum hann síðast þannig að hann á að vera í lagi.

Svo ég haldi áfram að tala um Ísak Andra sem er búinn að vera vinsælt umræðuefni í sumar, verður hann í Stjörnunni út tímabilið?

Það er ekkert sem ég get svarað. Ég hef ekki hugmynd og ég er mjög ánægður með hugafarið hjá honum og öðrum ungum leikmönnum leikmönnum og þeir eru að njóta þess að vera í mómentinu og eru að njóta þess að vera spila með félögum sínum og í liði sem þeim líður vel í þannig að ég held að hann sé ekkert að stressa sig

Nánar er rætt við Jökul hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner