Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Áttu KA-menn að fá víti undir lokin?
Egill Arnar Sigurþórsson, dómari, sá ekkert athugavert við þessa tæklingu Atla
Egill Arnar Sigurþórsson, dómari, sá ekkert athugavert við þessa tæklingu Atla
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiks KA og KR á Greifavellinum í Bestu deild karla í kvöld en KA-menn vildu fá vítaspyrnu er Gaber Dobrovoljc féll í teignum.

Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. KR-ingar voru að leiða með einu marki sem Aron Þórður Albertsson skoraði í byrjun leiksins.

Boltinn kom inn í teiginn á Dobrovojic sem ætlaði að reyna skot úr teignum en þá mætti Atli Sigurjónsson og fleygði sér í tæklingu með sólann á undan.

Það má vel deila um það hvort Egill Arnar Sigurþórsson, dómari, hafi átt að dæma vítaspyrnu á þetta en hver og einn getur dæmt fyrir sig.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner