Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mið 02. ágúst 2023 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi: Aldrei þurft að taka svona erfiða ákvörðun á ferlinum
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: FCM
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason er byrjaður að spila með danska félaginu Midtjylland eftir að hann skipti þangað yfir frá PAOK í Grikklandi í sumar.

Sverrir segir í samtali við Tipsbladet að það hafi verið gífurlega ákvörðun að fara frá PAOK, hans erfiðara ákvörðun á ferlinum. Sverrir hafði spilað með félaginu frá 2019 en PAOK ákvað að selja hann þegar Midtjylland bauð 4 milljónir evra. Hann er dýrasti varnarmaður í sögu Midtjylland.

„Ég bjó í stórkostlegri borg, ég spilaði fyrir frábært félag og fyrir frábæra stuðningsmenn," segir Sverrir.

„Ég hef aldrei þurft að taka svona erfiða ákvörðun á ferlinum. Ég tengdist PAOK sterkum tilfinningalegum böndum. Ég gaf allt sem ég átti fyrir PAOK og ég ber mikla virðingu fyrir félaginu og stuðningsmönnum þess."

„Ég er ánægður að PAOK hafi fengið góðan pening fyrir mig sem þeir geta nýtt í að styrkja liðið."

Sverrir er nú þegar búinn að spila þrjá leiki fyrir Midtjylland sem ætlar sér að berjast við FC Kaupmannahöfn um danska meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner