Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fös 02. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nketiah með samkomulag við Marseille - Verðmiðinn hár
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: EPA
Eddie Nketiah, sóknarmaður Arsenal, hefur náð persónulegu samkomulagi við Marseille í Frakklandi.

Félögin hafa þó ekki náð saman og eru ekki nálægt því að ná saman á þessum tímapunkti. Viðræðurnar eru þó enn í gangi.

Sami Mokbel, fréttamaður Daily Mail, segir frá því að Arsenal sé að biðja um 30 milljónir punda fyrir Nketiah en áhugavert verður að sjá hvort Lundúnafélaginu takist að fá það fyrir sóknarmanninn.

Nketiah spilaði 37 keppnisleiki með Arsenal á síðasta tímabili og skoraði sex mörk. Hann var mikið í því að koma inn á sem varamaður.

Nketiah fékk treyju númer 14 hjá Arsenal sumarið 2022 en það númer er goðsagnarkennt hjá félaginu eftir að Thierry Henry var lengi með það á bakinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner