Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 02. ágúst 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningi Abdeen Abdul við Dalvík/Reyni rift (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvík/Reynir tilkynnti í dag að félagið hefði gert samkomulag við framherjann Abdeen Abdul á riftun á samningi. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Alls lék hann níu leiki í Lengjudeildinni í sumar og skoraði fjögur mörk. Hans síðasti leikur var gegn Leikni í lok júní. Hann er 29 ára Íri sem var samningsbundinn D/R út tímabilið.

Á sama tilkynnti D/R að Elvar Freyr Jónsson hefði skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Elvar er uppalinn Dalvíkingur og mun hann spila á láni hjá FC Árbæ í 3. deildinni út tímablið.

Þá er sagt frá því að Tómas Þórðarson er genginn í raðir KFK í 3. deildinni. Tómas var á sínu öðru tímabili hjá D/R en hann er uppalinn í KA.

Loks er greint frá því að Dagbjartur Búi Davíðsson er haldinn aftur til KA en hann var á láni hjá D/R.

„Við óskum leikmönnunum góðs gengis í nýjum verkefnum og þökkum fyrir þeirra framlag í bili," segir í tilkynningu félagsins.

Dalvík/Reynir er á botni Lengjudeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir. Næsti leikur er útileikur gegn Gróttu.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner