Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. september 2022 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnagjöf Íslands: Dagný og Sara bestar - Þrjár áttur
Icelandair
Sara átti stórleik.
Sara átti stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagný átti mjög góðan leik á miðsvæðinu.
Dagný átti mjög góðan leik á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fagnar marki í leiknum.
Ísland fagnar marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fór með sigur af hólmi gegn Hvíta-Rússlandi og er núna á toppi síns riðils í undankeppni HM. Framundan er hreinn úrslitaleikur við Holland um farseðilinn á heimsmeistaramótið.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Sandra Sigurðardóttir - 6
Þurfti ekki að gera neitt. Mjög rólegur dagur á skrifstofunni hjá henni, eins rólegir og þeir verða.

Guðný Árnadóttir - 6
Flottur leikur í hægri bakverðinum hjá Guðný. Vann sig vel inn í leikinn.

Glódís Perla Viggósdóttir - 8
Steig ekki feilspor og stjórnaði vörninni vel, en það var svo sem ekki mikið að gera. Skoraði flott mark líka.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Lítið hjá henni að gera, en gerði sitt vel. Átti eina mjög góða sendingu út á Sveindísi í fyrri hálfleik sem var í hæsta klassa.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 6 ('62)
Framtíðin í vinstri bakverðinum. Mun fá erfiðari leiki en þetta var fínt hjá henni í dag. Maður hefði alveg viljað sjá meira sóknarlega frá henni.

Dagný Brynjarsdóttir - 9
Ótrúlega flott í þessum leik. Lúxussendingar og gæði. Skorar svo tvö góð mörk líka sem djúpur miðjumaður. Má halda áfram að skila sér inn á teiginn þegar hún getur

Sara Björk Gunnarsdóttir - 9 ('62)
Var frábær í lokaleiknum á EM gegn Frakklandi og fylgir því eftir í dag með stórkostlegri frammistöðu; tvö mörk og stoðsending - gerist ekki betra.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 7 ('76)
Barðist eins og ljón fyrir liðið, að venju.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 8
Þú kvíðir því sem bakvörður að mæta henni. Lagði upp tvö mörk en hefði örugglega getað lagt upp svona fimm, sex mörk. Vantar stundum upp á þegar komið er á síðasta þriðjung, en hún er með allt annað í sínum leik.

Amanda Andradóttir - 8 ('76)
Hennar stærsti leikur með íslenska landsliðinu og hún stóðst prófið, og gott betur en það. Fiskaði vítaspyrnu og skoraði fullkomlega löglegt mark sem var rænt af henni. Lagði svo upp fjórða markið. Hún er bara 18 ára.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 6 ('62)
Hefði örugglega viljað skora, en ágætur leikur hjá henni.

Varamenn

Selma Sól Magnúsdóttir - 7 ('62)
Mjög flott innkoma inn á miðsvæðið hjá henni, kom inn með kraft og skoraði sjötta markið.

Elísa Viðarsdóttir - 6 ('62)
Góð innkoma.

Elín Metta Jensen - 6 ('62)
Fínt fyrir hana að fá þessar mínútur með landsliðinu, gefur henni vonandi byr undir báða vængi. Kom áræðin inn á.

Alexandra Jóhannsdóttir - 6 ('76)
Spilaði ekki margar mínútur, en kom flott inn og átti stoðsendingu.

Svava Rós Guðmundsdóttir - 6 ('76)
Sama og hjá Alexöndru.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner