Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 02. september 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Aspas sá um Cadiz

Celta Vigo og Cadiz áttust við í fyrsta leik fjórðu umferðarinnar í spænsku deildinni í kvöld.


Fyrri hálfleikurinn var heldur tíðindalítill en Iago Aspas kom Celta yfir eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik.

Um fimm mínútum síðar bætti Oscar Rodriguez við öðru marki áður en Aspas gulltryggði sigurinn með þriðja marki Celta og öðru marki sínu.

Cadiz náði ekkert að ógna marki Celta í leiknum þar sem þeir áttu sjö tilraunir og engin hitti rammann.

Celta er með 7 stig í 6. sæti á meðan Cadiz er á botninum án stiga.


Athugasemdir