„Þetta var ótrúlega sætt, ætluðum að komast upp á topp og tókst það, ótrúlega sætt," sagði Indriði Áki Þorláksson leikmaður ÍA eftir sigur á Þór í dag.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 3 ÍA
„Erfitt, völlurinn var harður og smá vindur en þetta var erfitt eins og allir leikir. Við hleyptum þeim inn í leikinn þegar þeir skora. Þetta var mjög sloppy hjá okkur og varð erfitt eftir það en mér fannst við vera með stjórn eftir það," sagði Indriði.
Þetta var áhugaverður leikur fyrir þær sakir að í liði Þórs eru Alexander Már Þorláksson og þjálfarinn Þorlákur Árnason. Bróður og faðir Indriða.
„Þetta var verra í fyrri leiknum, maður er orðinn vanur þessu, maður er ekkert að pæla í því núna," sagði Indriði.
Athugasemdir