Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   lau 02. september 2023 19:25
Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns um vítaspyrnuna: Hef ekki hugmynd um hvað gerðist
Lengjudeildin
Daníel Finns Matthíasson.
Daníel Finns Matthíasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er geðveik tilfinning," sagði Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, eftir 2-4 útisigur gegn Njarðvík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  4 Leiknir R.

Daníel skoraði tvö af mörkum Leiknis og hann var skiljanlega mjög sáttur í leikslok.

„Þetta var ekki mikill fótboltaleikur, þetta var hark. Það voru 20 metrar á sekúndu og þetta var skrítinn fótboltaleikur, en ég er mjög sáttur."

„Við vissum nákvæmlega út í hvað við vorum að fara, þetta var bara barátta. Við gerðum það sem við þurftum að gera og erum komnir í umspilið."

Leiknir tryggði sér þáttökurétt í umspilinu um sæti í Bestu deildinni í dag. Er Daníel með óskamótherja?

„Nei, við verðjum að sjá til. Þetta eru allt góð lið," sagði Daníel en hann segir að liðið stefni auðvitað upp um deild.

Fyrra mark Daníels kom úr vítaspyrnu sem má lýsa sem skrípamarki. Njarðvíkingar voru gríðarlega ósáttir við markið en þeir vildu meina að Daníel hefði skotið í boltann með öðrum fæti, þaðan hafi hann farið í hinn fótinn. Svo var spurning hvort boltinn hefði farið yfir línuna.

„Ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað gerðist. Ég var að vona að línuvörðurinn myndi lyfta flagginu og hann gerði það. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en hann endaði inni," sagði Daníel en hann rann í vítinu.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner