Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   lau 02. september 2023 19:25
Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns um vítaspyrnuna: Hef ekki hugmynd um hvað gerðist
Lengjudeildin
Daníel Finns Matthíasson.
Daníel Finns Matthíasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er geðveik tilfinning," sagði Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, eftir 2-4 útisigur gegn Njarðvík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  4 Leiknir R.

Daníel skoraði tvö af mörkum Leiknis og hann var skiljanlega mjög sáttur í leikslok.

„Þetta var ekki mikill fótboltaleikur, þetta var hark. Það voru 20 metrar á sekúndu og þetta var skrítinn fótboltaleikur, en ég er mjög sáttur."

„Við vissum nákvæmlega út í hvað við vorum að fara, þetta var bara barátta. Við gerðum það sem við þurftum að gera og erum komnir í umspilið."

Leiknir tryggði sér þáttökurétt í umspilinu um sæti í Bestu deildinni í dag. Er Daníel með óskamótherja?

„Nei, við verðjum að sjá til. Þetta eru allt góð lið," sagði Daníel en hann segir að liðið stefni auðvitað upp um deild.

Fyrra mark Daníels kom úr vítaspyrnu sem má lýsa sem skrípamarki. Njarðvíkingar voru gríðarlega ósáttir við markið en þeir vildu meina að Daníel hefði skotið í boltann með öðrum fæti, þaðan hafi hann farið í hinn fótinn. Svo var spurning hvort boltinn hefði farið yfir línuna.

„Ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað gerðist. Ég var að vona að línuvörðurinn myndi lyfta flagginu og hann gerði það. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en hann endaði inni," sagði Daníel en hann rann í vítinu.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner