
Vestri mætti Ægi í Kórnum fyrr í dag. Leikurinn var spilaður í Kórnum vegna slæmrar veðurspár. Leikar enduðu 5-0 fyrir Vestra, Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Ægir 0 - 5 Vestri
„Gott að vera komnir þar sem við ætluðum okkur, leikurinn sem slíkur. Mér fannst við byrja leikinn af krafti eins og við ætluðum okkur fyrstu 30 mínúturnar hrikalega góðar. Svo fannst mér þegar leið á leikinn fannst mér vera smá vináttuleikja bragur yfir þessu, lítill vókall. Samt sem áður frábær leikur."
Leikurinn var spilaður í Kórnum
„Það var alveg klárt að það var okkar tillaga. En málið er aðeins flóknara en það, við erum út á landi og þeir koma með þá tillögu á þriðjudegi að við myndum spila á fimmtudegi. Fyrir okkur að borga flug fyrir heilt fótboltalið fram og til baka, var í raun ekki hægt.
Besta lausnin var að reyna þetta, að við værum öruggir með leikinn ef við kæmumst og ég er sáttur með það."
Vestri verður í umspili að komast upp í Bestu-deild
„Vestra-liðið hefur oft verið að ströggla í byrjun móts síðastliðin ár. Fyrir okkur að hafa svona úrslitakeppni þar sem við getum verið að stefna að einhverju allt tímabilið það er hrikalega sterkt".
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir