Landsliðsmaðurinn og miðvörður Sönderjyske, Daníel Leó Grétarsson, var valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni.
Daníel lék 72 mínútur í 2-0 útisigri Sönderjyske á Silkeborg og lagði upp á Kristal Mána Ingason, sem skoraði fyrra mark liðsins.
Sönderjyske er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki, en liðið hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili.
Daníel er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli á föstudag og heldur svo til Frakklands í öðrum leik Íslands í undankeppni HM 2026.
Top 3 i tabellen er stærkt repræsenteret på Rundens Hold i 3F Superliga ????#sldk | #ditholdvoresliga | #betano pic.twitter.com/bXVtBsioYN
— 3F Superliga (@Superligaen) September 2, 2025
Athugasemdir