Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 23:31
Kári Snorrason
Nýliði Palace dregur sig úr landsliðshóp Spánar
Yeremi Pino.
Yeremi Pino.
Mynd: Crystal Palace
Þeir Yeremy Pino og Fabian Ruiz hafa báðir þurft að draga sig úr landsliðshóp Spánverja vegna meiðsla. Í þeirra stað kemur kantmaðurinn Jorge de Frutos.

Yeremi Pino gekk til liðs við Crystal Palace frá Villarreal fyrir helgi og er ætlað að fylla í skarð Eberechi Eze. Pino fékk högg á ökklann og heldur nú til London.

Þá þurfti Fabian Ruiz, miðjumaður PSG, jafnframt að draga sig úr hópnum vegna vöðvameiðsla.

Jorge de Frutos kemur í þeirra stað, en hann er leikmaður Rayo Vallecano og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir spænska landsliðið.

Ríkjandi Evrópumeistarar hefja leik í undankeppni fyrir HM 2026 með útileik gegn Búlgaríu og halda svo til Tyrklands.
Athugasemdir
banner