Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 02. október 2020 13:20
Magnús Már Einarsson
1500 áhorfendur á komandi landsleikjum Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KSÍ vonast til að 1500 áhorfendur verði á Laugardalsvelli í þremur heimaleikjum sem eru framundan hjá íslenska landsliðinu. Þar á meðal er risaleikurinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM en sá leikur er á dagskrá næstkomandi fimmtudag.

UEFA tilkynnti í gær að áhorfendur verði leyfilegir á komandi landsleikjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

KSÍ hefur skoðað hversu mörgum áhorfendum er hægt að koma fyrir miðað við þessi skilyrði og þeir eru í kringum 1500. Miðasala á leikina hefst eftir helgi.

„Við erum búin að rýna í leikvanginn og miðað við gildandi reglur í dag, hvað svo sem gerist næstu daga, getum við komið fyrir 1500 áhorfendum á þessum leikjum. Við munum væntanlega hefja miðasöluna eftir helgi," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, á fréttamannafundi í dag.

„Það er ljóst að það verða umtalsverðar sóttvarnir og það eru sérstakir eftirlitsmenn a leikjunum sem fylgjast með því."

Leikirnir framundan á Laugardalsvelli
Fimmtudagur 8. október - Rúmenía (Umspil fyrir EM)
Sunnudagur 11. október - Danmörk (Þjóðadeildin)
Miðvikudagur 14. október - Belgía (Þjóðadeildin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner