Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. október 2020 00:03
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Átti Arsenal að fá vítaspyrnu gegn Liverpool?
Mynd: Getty Images
Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins fyrr í kvöld og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Liverpool var talsvert betra liðið í leiknum en gestirnir frá London hefðu líklegast átt að fá vítaspyrnu í uppbótartímanum vegna nýrra reglna um hendi innan vítateigs.

James Milner tæklaði boltann í höndina á sér innan teigs og heimtuðu leikmenn Arsenal vítaspyrnu en fengu ekki. Kevin Friend, dómari leiksins, spjaldaði Cedric Soares fyrir að biðja um vítaspyrnu.

Leiknum lauk því með markalausu jafntefli og hafði Arsenal betur í vítaspyrnukeppninni þökk sé tveimur markvörslum frá Bernd Leno.

Atvikið er hægt að sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner