Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. október 2022 14:09
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og ÍA: Patrik Johannesen snýr aftur hjá Keflavík
 Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Besta deild karla rúllar aftur af stað í dag eftir landsleikjahlé. Á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ tekur lið Keflavíkur á móti botnliði ÍA í fyrsta leik neðri hlutadeildarinnar. Heimamenn sigla heldur lygnan sjó sitjandi í efsta sæti neðri hlutans en Skagamenn verma botnsætið og þurfa sárlega á þremur stigum að halda ætli þeir sér að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflavík gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann Fram fyrir um hálfum mánuði síðan. Dagur Ingi Valsson, Sindri Þór Guðmundsson og Ernir Bjarnason víkja úr byrjunarliðinu fyrir Dani Hatakka, Sindra Snæ Magnússon og Patrik Johannesen.

Skagamenn gera sömuleiðis þrjár breytingar á liðinu sem laut í lægra haldi fyrir Leikni á dögunum. Wout Droste, Hlynur Sævar Jónsson og Haukur Andri Haraldsson detta út fyrir þá Tobias Stagaard, Aron Bjarka Jósepsson og Viktor Jónsson.


Byrjunarlið Keflavík:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
0. Gísli Laxdal Unnarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Árni Salvar Heimisson
22. Benedikt V. Warén
Athugasemdir
banner
banner