Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   mán 02. nóvember 2015 12:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Snorri: Það vilja allir vera í holunni
Umræða um þjálfun á Íslandi
Davíð Snorri ræðir við Frey Alexandersson.
Davíð Snorri ræðir við Frey Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson mætti í mjög áhugavert viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Davíð var annar þjálfara Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar en er nú kominn í starf við yngri flokka Stjörnunnar.

Davíð hefur verið í yngri flokka þjálfun í mörg ár þó hann sé ekki gamall sjálfur.

Meðal umræðuefna á laugardaginn var af hverju margir telja að Ísland sé ekki að framleiða nægilega marga bakverði og „níur" eða „strækera„ í fremstu víglínu. Davíð segir að það sé ríkjandi í yngri flokkum að allir vilja spila sem „tíur" í holunni sem sóknarmiðjumenn.

„Það er talað um þetta sem Barcelona-syndrome. Það er ríkjandi að allir vilja spila mjög svipað. Það finnst öllum fallegt hvernig Barcelona og Bayern spila. Það vilja allir halda boltanum og týpurnar sem eru í sníkjunni og fá að vera fremstir eru ekki áberandi í dag. Ég held að þær séu til en við erum ekki að leyfa þeim að vera til. Leikurinn er að breytast í þetta og svona er tískan í dag," segir Davíð sem telur að það þurfi að skoða hvernig þjálfarar eru að vinna með leikmenn.

„Við erum með týpurnar en erum alltaf að reyna að breyta þeim í eitthvað annað. Hversu oft er efnilegur senter í séræfingum þar sem hann stendur í boxinu og „slúttar"? Það eru pottþétt félög sem eru að því en getum við gert meira af því? Það verður að leyfa hreinræktuðum markaskorurum að blómstra."

Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, hefur talað um að stysta leiðin í landsliðið sé í gegnum bakvarðarstöðurnar.

„Það er mikilvægt í þróun ungra manna að þeir fái að spila fleiri stöður en í þriðja flokki getum við farið að hugsa aðeins lengra. Þú ert með mjög efnilegan leikmann, hvar hugsanlega nær hann lengst? Hann nýtist kannski best í holunni akkúrat í þriðja flokki en það þarf að hugsa lengra. Stundum þarf að kyngja stoltinu og horfa til framtíðar. Liðið verður kannski aðeins slakara en við búum til frábæran hægri bakvörð," segir Davíð sem telur að félögin þurfi að móta ákveðna stefnu hvað þetta varðar.

„Svo eru menn kannski komnir upp í meistaraflokk og þá er allt fullt af miðjumönnum og það þarf að kenna mönnum 18-20 ára að vera bakverðir í stað þess að byrja á því fyrr."

Hægt er hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar Davíð einnig um heimsókn sína til dönsku meistarana í Midtjylland en hann kynnti sér þjálfun hjá félaginu nýlega.
Athugasemdir
banner
banner