lau 02. nóvember 2019 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: De Ligt gerði sigurmarkið í borgarslagnum
Mynd: Getty Images
Torino 0 - 1 Juventus
0-1 Matthijs de Ligt ('70)

Torino og Juventus mættust í borgarslagnum í Tórínó í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.

Staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk besta færið.

Í síðari hálfleik skiptu Ítalíumeistararnir um gír og gerðu atlögu að marki Torino, sem skilaði sér með marki á 70. mínútu. De Ligt skoraði þá eftir hornspyrnu, þó ekki með skalla.

Heimamenn sáu varla til sólar eftir leikhlé og verðskuldaði Juve sigurinn fyllilega. Juve er á toppi deildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir, einu stigi fyrir ofan Inter.

Torino er í 13. sæti, með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner