Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Snýr aftur til Keflavíkur eftir eins árs fjarveru (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: NK Dubrava

Keflavík hefur nælt í miðjumanninn Muhamed Alghoul. Króatinn þekkir vel til í Keflavík.


Alghoul spilaði með liðinu seinni hluta síðasta árs. Hann kom við sögu í átta leikjum í Bestu deildinni, fimm fyrir tvískiptinguna og kremur í neðri hlutanum. Hann komst á blað þegar hann skoraði í lokaleik liðsins í 1-1 jafntefli gegn ÍBV.

Hann er 28 ára gamall og tekur slaginn með liðinu til ársins 2026.

Keflavík leikur í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið komst alla leið í úrslit um sæti í Bestu deildinni í sumar en tapaði gegn Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner