Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 16:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Tveir markahæstu báðir á skotskónum - Sögulegur sigur Kiel
Fyrsti sigur Holstein Kiel
Kane skoraði tvö og lagði upp.
Kane skoraði tvö og lagði upp.
Mynd: EPA
Marmoush er funheitur.
Marmoush er funheitur.
Mynd: EPA

Fimm leikjum var rétt í þessu að ljúka í 9. umferð þýsku Bundesligunnar. Lokaleikur dagsins hefst klukkan 17:30 og er það stórleikur Dortmund og RB Leipzig.

Bayern Munchen vann sannfærandi 3-0 heimasigur gegn Union Berlin þar sem Harry Kane skoraði sitt 10. og 11. mark á tímabilinu. Hann lagði einnig upp mark fyrir Kingsley Coman. Bayern er sem stendur þremur stigum á undan Leipzig á toppi deildarinnar.

Frankfurt vann 7-2 stórsigur á Bochum þar sem Omar Marmoush, næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði einungis eitt mark en lagði upp tvö. Marmoush er með tíu mörk í deildinni, einu minna en Kane. Hugo Ekitike sem kom frá PSG til Frankfurt skoraði tvö. Frankfurt er sem stendur í 3. sæti deildarinnar en Bochum er á botninum með einungis eitt stig.

Í Hoffenheim töpuðu heimamenn, 0-1, gegn St. Pauli. Annar sigur tímabilsins hjá nýliðunum í St. Pauli. Í Wolfsburg gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Augsburg og Holstein Kiel vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Heidenheim kom í heimsókn. Patrick Erras skoraði mark Holstein Kiel sem var að vinna sinn fyrsta leik í sögu sinni í efstu deild eftir að Bundesliga var stofnuð.


Bayern 3 - 0 Union Berlin
1-0 Harry Kane ('15 , víti)
2-0 Kingsley Coman ('43 )
3-0 Harry Kane ('51

Eintracht Frankfurt 7 - 2 Bochum
1-0 Hugo Ekitike ('9 )
2-0 Omar Marmoush ('18 )
3-0 Ansgar Knauff ('20 )
4-0 Nathaniel Brown ('32 )
4-1 Dani De Wit ('35 )
4-2 Philipp Hofmann ('51 )
5-2 Mahmoud Dahoud ('61 )
6-2 Can Uzun ('66 )
7-2 Hugo Ekitike ('69 )

Hoffenheim 0 - 2 St. Pauli
0-1 Oladapo Afolayan ('20 )
0-2 Andreas Albers ('90 )

Wolfsburg 1 - 1 Augsburg
0-1 Phillip Tietz ('34 )
1-1 Mohamed Amoura ('82 )

Holstein Kiel 1 - 0 Heidenheim
1-0 Patrick Erras ('28 )

Athugasemdir
banner