Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Engin spurning að Atli, Kalli og Kristall fara út"
Kristall Máni
Kristall Máni
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Atli Barkarson
Atli Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Karl Friðleifur Gunnarsson gekk í raðir Víkings í síðustu frá Breiðabliki. Kalli hafði leikið á láni með Víkingi á síðasta tímabili.

Eitthvað hefur verið rætt um þann möguleika að Kalli fari út í atvinnumennsku í vetur og þá eru líkur á því að Atli Barkarson og Kristall Máni Ingason fari erlendis frá Víkingum.

Þegar Kalli var tilkynntur leikmaður Víkings í síðustu viku var Davíð Örn Atlason einnig tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins.

„Báðir geta spilað vinstri bakvörð og við erum líka að undirbúa það að við mögulega seljum leikmenn líka. Getur vel verið að Atli sé að fara og þá erum við búnir að tryggja okkur þjónustu bestu bakvarðanna á Íslandi. Þetta sýnir bara metnað," sagði Arnar Gunnlaugsson við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Ég held að það sé engin spurning um að á einhverjum tímapunkti munu Atli, Kalli og Kristall, og vonandi fleiri leikmenn hjá Víkingi fara út. Ég sem þjálfari vil að þeir taki slaginn með okkur í sumar en við erum alveg viðbúnir því að allir þessir þrír gætu farið út á einhverjum tímapunkti. Það verður að koma í ljós, þeir eru alveg klárir í slaginn finnst mér."

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, tjáði sig einnig um málið.

„Við erum með fjóra bakverði í hópnum núna en maður veit aldrei hvað gerist í þessum leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn erlendis þannig við verðum að reikna með því og reyna styrkja liðið," sagði Kári.


Karl Friðleifur
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Arnar Gunnlaugs: Þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool
Athugasemdir
banner
banner