
Xherdan Shaqiri kom Sviss í 1-0 gegn Serbíu í kvöld en það var fyrsta mark hans á mótinu til þessa.
Hann skoraði einnig annað markið í 2-1 sigri á Serbíu á HM 2018 og þá skoraði hann þrennu í sigri á Honduras á HM 2014.
Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora á að minnsta kosti þremur heimsmeistaramótum í röð. Hinir tveir eru engir aðrir en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Messi hefur skorað á þremur í röð en Ronaldo opnaði markareikninginn sinn í Katar með marki af vítapunktinum í fyrstu umferð gegn Gana í 3-2 sigri. Hann hefur þá skorað á fimm mótum í röð.
Athugasemdir