Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. desember 2023 00:01
Hafliði Breiðfjörð
Einkunnir Íslands - Hildur Antons best
Hildur Antonsdóttir var frábær í liði Íslands í kvöld.
Hildur Antonsdóttir var frábær í liði Íslands í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea og Glódís vafðar í teppi eftir leikinn í kvöld. Þær áttu báðar góðan leik.
Karólína Lea og Glódís vafðar í teppi eftir leikinn í kvöld. Þær áttu báðar góðan leik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland vann góðan 1 - 2 sigur á Wales í Þjóðadeild kvenna í dag þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar lungann úr leiknum.

Frábær sigur sem tryggði liðinu umspil um áframhaldandi sæti í A-deildinni.

Telma Ívarsdóttir - 6
Mjög traust í markinu, varði það sem hún þurfti að verja og hafði góða stjórn á aðstæðum. Ekki hægt að kenna henni um markið. Gerði sig seka um klaufaleg mistök þegar hún fékk gult fyrir að tefja og er komin í leikbann. Spilar því ekki gegn Dönum á þriðjudaginn.

Guðrún Arnardóttir - 6
Var mjög traust með sína stöðu í leiknum og það fór lítið framhjá okkur hennar megin.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Glódís er okkar besti leikmaður og sýndi það oft á tíðum í leiknum í dag. Hreinsa einfalt er stundum það eina sem dugar.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 5
Það var svolítið bras vinstra megin í vörninni og Ingibjörg átti stundum í smá vandræðum með að koma boltanum frá þegar hann kom þar inn í teiginn.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 4
Var í verulegum vandræðum lengi framan af í leiknum og virkaði eins og allt spil Wales gengi út á að fara framhjá henni og koma boltanum í teiginn. Henni til hróss þá var sendingin í aðdraganda marksins frábær og hún var mun betri í seinni hálfleiknum.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 6
Kom sér í tvö góð færi í seinni hálfleik en í þeim fyrri gerðist lítið fram á við þó hún hafi hjálpað mikið til við að verjast.

Selma Sól Magnúsdóttir - 7
Það skiptir miklu máli fyrir íslenskt landslið að hafa duglega miðjumenn Selma vann virkilega mikla vinnu á miðsvæðinu í dag og var dugleg að hjálpa til þegar vandræðin voru hvað mest í vörninni í fyrri hálfleik.

Hildur Antonsdóttir - 8
Hildur var eins og ryksuga á miðsvæðinu og með tíðum ferðum í teignum varnarlega og ég hef ekki tölu á því hversu oft hún bjargaði okkur úr úr vandræðum í þessum leik. Fram á við skoraði hún fyrsta markið og bara því hún gafst ekki upp og ætlaði sér að skila þessum bolta í markið. Dugnaðarforkur.

Sandra María Jessen - 5
Ég hefði viljað sjá Söndru Maríu vera duglegri í hjálparvörn þegar Sædís var í hvað mestum vandræðum í fyrri hálfleiknum og á tímabili hugsaði ég reyndar hvort við værum bættari með að svissa þeim þarna á kantinum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 7
Karólína er frábær fótboltamaður og þegar það er hægt að koma boltanum á hana inni á miðjunni má alltaf búast við góðum sendingum. Sendingin á Diljá í markinu var algjört gull og reyndar önnur stuttu síðar sem Diljá náði ekki að nýta sér.

Hlín Eiríksdóttir - 6
Hafði mjög lítið að gera þarna frammi þegar boltinn fór varla framfyrir miðsvæðið. Skoraði mark sem var dæmt af, líklega réttilega, en ofboðslega afgreiddi hún það samt vel með hælspyrnu.

Varamenn:
Diljá Ýr Zomers - 7
Guðný Árnadóttir - 6
Alexandra Jóhannsdóttir - 6
Bryndís Arna Níelsdóttir - 6
Arna Sif Ásgrímsdóttir - spilaði of lítið
Athugasemdir
banner
banner