Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Gordon braut ísinn gegn Man Utd
Anthony Gordon skoraði gott mark
Anthony Gordon skoraði gott mark
Mynd: EPA
Anthony Gordon var rétt í þessu að koma Newcastle United í 1-0 gegn Manchester United á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni og óhætt að segja að markið hafi verið verðskuldað.

Newcastle hefur skapað sér urmul af færum í leiknum. Kieran Trippier átti meðal annars aukaspyrnu í þverslá í fyrri hálfleiknum og átti liðið alls fjórtán skot áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Það var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta mark Newcastle kæmi.

Á 56. mínútu keyrði Newcastle upp í hraða skyndisókn. Trippier kom boltanum fyrir markið á Gordon sem var ekki í vandræðum með að klára færið.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner