Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 15:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Mögnuð endurkoma hjá Girona
Mynd: EPA

Girona 2 - 1 Valencia
0-1 Hugo Duro ('56 )
1-1 Christian Stuani ('82 )
1-2 Christian Stuani ('88 )


Það er ekkert sem getur stöðvað Girona þessa dagana en liðið lenti undir gegn Valencia í dag en snéri blaðinu við á lokamínútum leiksins.

Girona er á toppi spænsku deildarinnar en liðið lenti undir gegn Valencia eftir tæpan klukkutíma leik. Leikmenn Girona voru allir á vallarhelmingi Valencia og slök sending í öftustu línu varð til þess að Hugo Duro komst einn í gegn og vippaði yfir Paulo Gazzaniga í marki Girona og kom Valencia yfir.

Leikmenn Girona gáfust hins vegar ekki upp og Cristhian Stuani jafnaði metin þegar skammt var til leiksloka.

Hann var aftur á ferðinni stuttu síðar og tryggði Girona stigin þrjú.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner