PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptidíll á döfinni hjá Chelsea og PSG?
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur boðið Chelsea skiptidíl sem snýr að tveimur framherjum.

Það er enska götublaðið The Sun sem segir frá þessum tíðindum.

PSG er sagt tilbúið að senda sóknarmanninn Randal Kolo Muani í skiptum til Chelsea fyrir Christopher Nkunku.

Nkunku, sem er 27 ára, er fyrrum leikmaður PSG en hann var þar áður en hann fór til Leipzig í Þýskalandi árið 2019.

Franski landsliðsmaðurinn hefur skorað ellefu mörk fyrir Chelsea á tímabilinu en aðeins eitt þeirra hefur komið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki fengið stóra rullu í deild þeirra bestu á Englandi en verið mikið notaður í bikar og Sambandsdeildinni.

Kolo Muani er líka franskur landsliðsmaður sem hefur skorað tvö mörk í 13 leikjum með PSG á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner