Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 03. janúar 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Banni Bolasie aflétt - Fyrstu áfrýjun hafnað
Mynd: Getty Images
Yannick Bolasie er á láni hjá Sporting CP frá Everton og var dæmdur í leikbann í desember þegar hann fékk tvö gul spjöld í 2-4 sigri gegn Portimonense í portúgalska bikarnum. Sporting var þó 2-1 undir þegar Bolasie fékk að líta seinna gula spjaldið.

Bolasie fékk spjaldið fyrir að slá í andlit andstæðings síns en kantmaðurinn birti sjálfur myndband eftir leikinn sem sannaði að hönd hans fór hvergi nærri andliti mótherjans.

Sporting áfrýjaði því spjaldinu en portúgalska knattspyrnusambandið ákvað að aðhafast ekkert í málinu í fyrstu. Eftir mikla gagnrýni skipti sambandið um skoðun og ákvað að breyta dómnum. Þetta þýðir að Bolasie missir ekki af næsta leik Sporting, toppbaráttuslag gegn Porto.

Knattspyrnusambandið í Portúgal hefur legið undir harðri gagnrýni í áraraðir og hefur meðal annars sakað um spillingu. Mikið grín var gert af upprunalegu ákvörðun sambandsins á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner