Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   þri 03. janúar 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Albert hjálpaði nafna sínum að landa þjálfarastarfinu
Ítalski þjálfarinn Alberto Gilardino mun stýra liði Genoa áfram á Ítalíu en þetta tilkynnti félagið í dag.

Gilardino tók við Genoa til bráðabirgða þann 6. desember eftir að Alexander Blessin var látinn taka poka sinn.

Í þeim fjórum leikjum sem Gilardino hefur stýrt liðinu hefur liðið unnið þrjá og gert eitt jafntefli.

Gilardino átti að þjálfa liðið tímabundið en stjórn Genoa líst vel á það sem hann hefur verið að gera og er starfið því hans.

Albert Guðmundsson er á mála hjá Genoa, en hann hefur nú átt sinn þátt í því að koma liðinu aftur í gírinn. Hann hefur skorað sigurmarkið í tveimur af þessum fjórum leikjum undir stjórn Gilardino.


Athugasemdir
banner
banner