Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. janúar 2023 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Howe um Ronaldo: Það er ekkert til í þessu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu, er ekki með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann geti farið til Newcastle United ef félagið kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili en þetta segir Eddie Howe, stjóri enska félagsins í dag.

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Ronaldo væri með þessa klásúlu í samningi sínum, en að vísu var það tekið til baka nokkrum mínútum síðar.

MARCA er einn af þeim miðlum sem drógu í land en Al-Nassr er rekið af konungsfólki Sádi Arabíu og þá er Newcastle í eigu krónprinsins, Mohammed Bin Salman. Tengslin eru því til staðar en það eru þó engar líkur á því að Ronaldo fari til Newcastle.

Talið var að hann myndi fara á láni til Newcastle ef félaginu tækist að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili en Howe segir ekkert til í þessum fréttum.

„Við óskum Cristiano Ronaldo alls hins besta hjá nýju félagi en það er ekki sannleikskorn í þessu, að minnsta kosti ekki frá okkar hlið,“ sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner