Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. janúar 2023 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Rodrygo fagnaði að hætti Pele
Rodrygo fagnar sigurmarkinu
Rodrygo fagnar sigurmarkinu
Mynd: Getty Images
Spánar - og Evrópumeistaralið Real Madrid er komið áfram í 16-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir nauman 1-0 sigur á D-deildarliði Cacereno.

Madrídingar stilltu upp sterku liði gegn D-deildarliðinu þó margir þeirra séu ekki fastamenn í byrjunarliði. Eden Hazard, Marco Asensio, Eder Militao, Aurélien Tchouameni og Rodrygo voru meðal þeirra sem byrjuðu.

Bæði lið áttu sín færi en eina markið gerði Rodrygo þegar tuttugu mínútur voru eftir og fagnaði hann að hætti Pele, sem lést á dögunum eftir baráttu við krabbamein.

Þetta mark Rodrygo dugði til að komast áfram í næstu umferð en tæpt var það. Villarreal er einnig komið áfram eftir 5-1 sigur á Cartagena og þá er Espanyol, Valencia og Levante einnig komin áfram.

Úrslit og markaskorarar:

Espanyol 3 - 1 Celta
0-1 Goncalo Paciencia ('15 )
1-1 Javi Puado ('53 )
2-1 Sergi Darder ('97 )
3-1 Nicolas Melamed Ribaudo ('118 )
Rautt spjald: Agustin Marchesin, Celta ('112)

FC Cartagena 1 - 5 Villarreal
1-0 Pablo Vasquez ('39 )
1-1 Alex Baena ('49 )
1-2 Arnaut Danjuma ('56 )
1-3 Jose Luis Morales ('60 )
1-3 Jose Luis Morales ('60 , Misnotað víti)
1-4 Samuel Chimerenka Chukweze ('85 )
1-5 Etienne Capoue ('90 )

La Nucia 0 - 3 Valencia
0-1 Justin Kluivert ('3 )
0-2 Ilaix Moriba ('31 )
0-3 Hugo Duro ('72 )

Cacereno 0 - 1 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('69 )

Ceuta 1 - 0 Elche
1-0 Rodri ('44 , víti)
Rautt spjald: Ezequiel Ponce, Elche ('61)

Sporting Gijon 2 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Uros Milovanovic ('57 )
2-0 Uros Milovanovic ('88 )

Levante 3 - 2 Getafe
0-1 Munir El Haddadi ('34 )
1-1 Sergio Postigo ('52 )
1-2 Munir El Haddadi ('56 )
2-2 Alex Munoz ('62 )
3-2 Wesley ('90 )
Rautt spjald: Vicente Iborra, Levante ('90)
Athugasemdir
banner
banner