Rúnar Páll var að vonum svekktur eftir sanngjarnt tap sinna manna gegn Blikum í úrslitum Fótbolta.net mótsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
„Alltaf leiðinlegt að tapa, það breytist ekkert þó það sé vetrarmánuður.'' Sagði Rúnar Páll strax eftir leik.
„Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og áttum góð upphlaup og góð færi en síðan breytist leikurinn og þeir skora svo annað mark sanngjarnt.'' Sagði Rúnar um hvernig leikurinn spilaðist.
„Ég held að þetta dæmi sig bara svolítið sjálft í þessum leik, þetta var bara apalegt. Að allt í einu detta þetta í hug í þessum lokaleik í þessu móti er bara skondið.'' Sagði Rúnar aðspurður út í nýja reglu varðandi það þegar boltinn fer upp í loft á innanhúshöll.
„Það er bara mjög sniðug hugmynd hjá þér.'' Sagði Rúnar og hló þegar fréttaritari spurði út í hvort lið gætu nýtt sér þessa reglu í Kórnum gegn HK í sumar.
„Jú þetta býður upp á svoleiðis þvælu en það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast.'' Hélt Rúnar áfram um þetta mál.
Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér að ofan en þar svarar Rúnar meðal annars spurningu um leikmann sem er á reynslu og frekari spurningum um leikmannamál.
Athugasemdir