Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 03. febrúar 2019 21:37
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Páll: Þetta var apalegt
Síðast þegar Blikar og Stjarnan mættust í úrslitaleik fékk Rúnar mjólkurbað, svo fór ekki í dag.
Síðast þegar Blikar og Stjarnan mættust í úrslitaleik fékk Rúnar mjólkurbað, svo fór ekki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll var að vonum svekktur eftir sanngjarnt tap sinna manna gegn Blikum í úrslitum Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Alltaf leiðinlegt að tapa, það breytist ekkert þó það sé vetrarmánuður.'' Sagði Rúnar Páll strax eftir leik.

„Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og áttum góð upphlaup og góð færi en síðan breytist leikurinn og þeir skora svo annað mark sanngjarnt.'' Sagði Rúnar um hvernig leikurinn spilaðist.

„Ég held að þetta dæmi sig bara svolítið sjálft í þessum leik, þetta var bara apalegt. Að allt í einu detta þetta í hug í þessum lokaleik í þessu móti er bara skondið.'' Sagði Rúnar aðspurður út í nýja reglu varðandi það þegar boltinn fer upp í loft á innanhúshöll.

„Það er bara mjög sniðug hugmynd hjá þér.'' Sagði Rúnar og hló þegar fréttaritari spurði út í hvort lið gætu nýtt sér þessa reglu í Kórnum gegn HK í sumar.

„Jú þetta býður upp á svoleiðis þvælu en það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast.'' Hélt Rúnar áfram um þetta mál.

Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér að ofan en þar svarar Rúnar meðal annars spurningu um leikmann sem er á reynslu og frekari spurningum um leikmannamál.
Athugasemdir
banner
banner