Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 03. febrúar 2019 21:37
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Páll: Þetta var apalegt
Síðast þegar Blikar og Stjarnan mættust í úrslitaleik fékk Rúnar mjólkurbað, svo fór ekki í dag.
Síðast þegar Blikar og Stjarnan mættust í úrslitaleik fékk Rúnar mjólkurbað, svo fór ekki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll var að vonum svekktur eftir sanngjarnt tap sinna manna gegn Blikum í úrslitum Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Alltaf leiðinlegt að tapa, það breytist ekkert þó það sé vetrarmánuður.'' Sagði Rúnar Páll strax eftir leik.

„Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og áttum góð upphlaup og góð færi en síðan breytist leikurinn og þeir skora svo annað mark sanngjarnt.'' Sagði Rúnar um hvernig leikurinn spilaðist.

„Ég held að þetta dæmi sig bara svolítið sjálft í þessum leik, þetta var bara apalegt. Að allt í einu detta þetta í hug í þessum lokaleik í þessu móti er bara skondið.'' Sagði Rúnar aðspurður út í nýja reglu varðandi það þegar boltinn fer upp í loft á innanhúshöll.

„Það er bara mjög sniðug hugmynd hjá þér.'' Sagði Rúnar og hló þegar fréttaritari spurði út í hvort lið gætu nýtt sér þessa reglu í Kórnum gegn HK í sumar.

„Jú þetta býður upp á svoleiðis þvælu en það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast.'' Hélt Rúnar áfram um þetta mál.

Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér að ofan en þar svarar Rúnar meðal annars spurningu um leikmann sem er á reynslu og frekari spurningum um leikmannamál.
Athugasemdir