Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 13:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tengdasonur Íslands að skipta um félag
Rob Holding.
Rob Holding.
Mynd: Getty Images
Rob Holding er að skipta um félag á gluggadeginum. Hann hefur engin tækifæri fengið með Crystal Palace og er að ganga í raðir Sheffield United. Viðræður eru langt komnar.

Holding er mikill Íslandsvinur en hann skemmti sér hér á landi í kringum jólin síðustu og er hann kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, einnar bestu fótboltakonu Íslands.

Holding, sem er 29 ára miðvörður, hefur ekki komið við sögu í einum einasta leik með Crystal Palace á tímabilinu og virðist engan veginn vera í myndinni þar.

Holding var fenginn til Palace frá Arsenal fyrir síðasta tímabil og hefur síðan þá aðeins leikið einn leik fyrir félagið. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Holding er núna á leiðinni í Championship-deildina þar sem hann kemur til með að leika fyrir Sheffield United.
Athugasemdir
banner
banner
banner