Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 22. desember 2024 00:04
Ívan Guðjón Baldursson
Rob Holding á djamminu með HK-ingum
Mynd: Aðsend
Rob Holding, fyrrum varnarmaður Arsenal sem er samningsbundinn Crystal Palace í dag, var úti að borða í Reykjavík fyrr í kvöld og endaði með hóp af núverandi og fyrrverandi HK-ingum.

Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur og var úti að borða með henni á Grazie Trattoria en á næsta borði sátu íslenskir fótboltamenn sem enduðu á að fá Holding á mynd með sér. Þeir settu sér einnig það markmið að taka Holding með sér á djammið í miðbænum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ásgeir Börk Ásgeirsson, Leif Andra Leifsson, Guðmund Þór Júlíusson, Birki Val Jónsson, Birni Snæ Ingason, Sigurð Hrannar Björnsson, Bjarna Pál Linnet Runólfsson, Arnþór Ara Atlason, Hafstein Bríem, Atla Arnarson, Bjarna Gunnarsson og Jón Arnar Barðdal sem léku allir með HK á bilinu 2019-2021.

Rob Holding er á milli Bjarna Páls og Arnþórs Ara á myndinni.

Holding er 29 ára gamall og hefur ekki komið við sögu með aðalliði Crystal Palace á tímabilinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og er ekki í nógu góðu standi til að spila með aðalliðinu. Hann hefur fengið nokkur tækifæri með varaliðinu í haust.

Holding hefur spilað lítinn sem engan fótbolta síðastliðin tvö ár, eða síðan hann lék síðast með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2022-23.
Athugasemdir
banner
banner