Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Dramatískt jafntefli hjá Glódísi og Kristrúnu
Glódís lék allan leikinn fyrir Rosengård.
Glódís lék allan leikinn fyrir Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hart barist í Íslendingaslag í Meistaradeild kvenna í dag.

Sænska liðið Rosengård tók á móti St. Pölten frá Austurríki. Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård Kristrún Rut Antonsdóttir byrjaði á bekknum hjá St. Pölten.

Það var austurríska liðið sem byrjaði mun betur í Svíþjóð og það var Mateja Zver, fyrrum leikmaður Þórs/KA, sem kom þeim yfir á 21. mínútu. Zver var aftur á ferðinni fyrir St. Pölten í byrjun seinni hálfleiks og staðan 0-2.

Rosengård gafst hins vegar ekki upp. Þær minnkuðu muninn á 68. mínútu og hin sænska Caroline Seger jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Kristrún Rut kom inn á sem varamaður á 75. mínútu en seinni leikur liðanna fer fram í næstu viku.

Barcelona vann 4-0 sigur gegn danska liðinu Fortuna Hjörring á heimavelli og Manchester City burstaði Fiorentina 3-0 á heimavelli. Þá vann Wolfsburg 2-0 sigur á Lilleström á heimavelli. Sveindís Jane Jónsdóttir er á mála hjá Wolfsburg en er núna í láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner