Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. mars 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Áfall fyrir Bosníu/Hersegóvínu fyrir leikinn gegn Íslandi
Icelandair
Pjanic í leik með Barcelona. Nú er ljóst að hann verður ekki með í leiknum gegn Íslandi.
Pjanic í leik með Barcelona. Nú er ljóst að hann verður ekki með í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: EPA

Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 23. mars næstkomandi þegar við sækjum lið Bosníu/Hersegóvínu heim til Zenica.


Nú er ljóst að ein af stærstu stjörnum heimamanna verður ekki með í leiknum því Miralem Pjanic varafyrirliði liðsins hefur tilkynnt að hann verði ekki með vegna meiðsla.

Pjanic sem er 32 ára gamall hefur spilað með stórliðum Lyon, Roma, Juventus og Barcelona. Hann yfirgaf spænska félagið í haust og gekk til liðs við Sharjah í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

„Ég verð að taka frí í að minnsta kosti fjórar vikur," er haft eftir Pjanic í Avaza í heimalandinu en hann tognaði illa aftan í læri og var borinn af velli í síðasta mánuði.

Pjanic missir því af leikjum gegn Íslandi í Zenica 23. mars og svo gegn Slóvakíu í Bratislava þremur dögum síðar. Þekktasti leikmaður liðsins er Edin Dzeko sem í dag er  36 ára og spilar með Inter Milan.

Íslenska liðið kemur saman 20. mars næstkomandi en auk leiksins við Bosníu/Hersegóvínu mætum við Liechtenstein ytra 26. mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner