Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 09:50
Elvar Geir Magnússon
Barcelona getur ekki keypt í sumar
Javier Tebas, forseti La Liga.
Javier Tebas, forseti La Liga.
Mynd: EPA
Barcelona hefur verið sagt að félagið þurfi að borga upp 178 milljónir punda áður en það getur hugsað út í það að kaupa nýja leikmenn.

Fjárhagsmál félagsins gerir það að verkum að því er þröngur stakkur skorinn en greiða þarf upp skuldir.

Joan Laporta, forseti Barcelona, ákvað síðasta sumar að selja sjónvarpsrétt félagsins fram í tímann til að hægt væri að styrkja liðið.

Javier Tebas, forseti La Liga, segir að Barcelona verði að gera sér grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem það sé í.

„Eins og staðan er núna er ekkert svigrúm í fjármagni félagsins til að kaupa leikmenn í komandi sumarglugga," sagði Tebas á viðskiptaráðstefni um fótboltamál sem haldin er í London.

„Barcelona hefur verið tengt inn í vafasamar ákvarðanir en La Liga hefur útilokað að þeir geti keypt fleiri leikmenn meðan staðan er þessi. Félagið getur ekki selt sjónvarpsrétt fram í tímann aftur, við erum með strangar fjármálareglur."

Barcelona er með sjö stiga forystu á toppi La Liga en er fallið úr leik í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Ef félagið ætlar að bæta við leikmönnum á komandi sumri þarf félagið að selja leikmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner