
Bergdís Fanney Einarsdóttir er gengin í raðir Fylkis frá KR en hún skrifaði undir samning til 2024. Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnti þetta í dag.
Bergdís, sem er 23 ára, spilar stöðu kantmanns en hún getur einnig leyst ýmsar aðrar stöður á vellinum.
Hún á 112 leiki og 34 mörk í deild- og bikar með ÍA, Val og KR ásamt því að spila 31 landsleik fyrir yngri landslið Íslands.
Bergdís er nú mætt í Fylki og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil eða út 2024.
Fylkir hafnaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári með 21 stig.
Athugasemdir