banner
   fös 03. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Besti leikmaður Völsungs og tveir aðrir framlengja
Mynd: Völsungur
Mynd: Völsungur

Völsungur er búinn að semja við þrjá leikmenn sína og þar á meðal eru tveir fastamenn í byrjunarliðinu - þeir Arnar Pálmi Kristjánsson og Gunnar Kjartan Torfason.


Arnar Pálmi er fæddur 2002 og hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Völsung þrátt fyrir ungan aldur. Hann er algjör lykilmaður á Húsavík og hefur ekki misst af einni mínútu í deild eða bikar síðustu þrjú tímabil. Hann var valinn knattspyrnumaður Völsungs í fyrra.

Gunnar Kjartan er einnig fæddur 2002 og ruddi sér leið inn í byrjunarliðið í fyrra þar sem hann fékk að spila 19 deildarleiki er Völsungi mistókst að koma sér upp í Lengjudeildina.

Óskar Ásgeirsson er elstur leikmannanna þriggja en hann hefur verið í pásu frá fótbolta eftir ljótt fótbrot. Óskar á aðeins þrjá meistaraflokksleiki að baki fyrir Völsung en hefur hrifið þjálfarateymi liðsins á undirbúningstímabilinu og gæti spilað stórt hlutverk í sumar.

„Við bindum miklar vonir við þessa öflugu ungu menn og erum gríðarlega ánægð með framlengingu samninga þeirra. Þeir eru fyrstir af vonandi mörgum sem kvitta undir nú á vordögum," segir meðal annars í tilkynningu frá Völsungi.

Völsungur leikur í 2. deild eftir að hafa fengið 33 stig úr 22 umferðum í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner