Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. mars 2023 17:45
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi í hliðarlínubanni: Leikmenn vita hvað þeir eiga að gera
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, Ítalinn sem heldur um stjórnartaumana hjá Brighton, verður í hliðarlínubanni á morgun þegar leikið verður gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

De Zerbi fékk rautt spjald eftir 1-0 tap gegn Fulham á dögunum en honum var heitt í hamsi í göngunum. De Zerbi fékk eins leiks bann.

Hliðarlínubann virkar þannig að hann má ræða við lið sitt í klefanum fyrir leik og í hálfleik en má hinsvegar ekki vera í boðvangnum meðan á leik stendur.

„Ég vil vera á bekknum, það er minn staður. En þessu verður ekki breytt núna. Leikmenn vita hvað þeir eiga að gera, það truflar þá ekkert að ég sé ekki á hliðarlínunni," segir De Zerbi.

Brighton hefur tapað tveimur leikjum í röð en er í áttunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner