Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 18:00
Elvar Geir Magnússon
Ekki langt í Gabriel Jesus
Mynd: Getty Images
Það styttist í að brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus spilar sinn fyrsta leik á þessu ári. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í Jesus á fréttamannafundi í dag.

„Það er ekki langt í hann. Ég vil ekki nefna neinn tímapunkt en hann æfir að hluta með liðinu og svo gerir hann vissa þætti einn. Það er ekki mjög stutt í hann en ekki langt," segir Arteta.

„Hann er betri á hverjum degi og það er ánægja með hvernig þróunin er á honum."

Snýr hann eftir landsleikjagluggann?

„Við vitum það ekki. Hann þarf að komast meira inn í liðsæfingarnar en sjáum hvernig næsta vika til tíu dagar þróast. Þá ætti að vera komin betri mynd á þetta. Gabi er með svakalega öflugt hugarfar og nálgast endurkomu."

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Bournemouth á morgun. Á fréttamannafundinum í dag sagði Arteta að Eddie Nketiah er tæpur fyrir leikinn. Miðjumaðurinn Jorginho er klár í slaginn, hann hefur verið að glíma við veikindi og spilaði fyrri hálfleikinn í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner