Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Ten Hag á Anfield í annað sinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það fer heil umferð fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefst veislan í hádeginu á morgun, þegar ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eiga heimaleik við sterkt lið Newcastle United.


Man City þarf sigur til að halda pressu á Arsenal í titilbaráttunni á meðan Newcastle hefur verið að hiksta í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Topplið Arsenal tekur á móti Bournemouth á meðan Chelsea mætir Leeds og Tottenham heimsækir Wolves eftir að hafa verið slegið úr leik í enska bikarnum í vikunni.

Sunnudagurinn hefst á fallbaráttuslag á milli Everton og Nottingham Forest og þar á eftir er stórleikur helgarinnar á dagskrá. Liverpool tekur þar á móti Manchester United á Anfield og má búast við gríðarlega spennandi viðureign.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mætir þar á Anfield í annað sinn á ferlinum eftir að hafa stýrt Ajax í 1-0 tapi þar í desember 2020.

Man Utd tapaði síðast 4-0 á Anfield, með Ralf Rangnick við stjórn.

Brentford og Fulham eigast svo við í lokaleik umferðarinnar sem fer fram mánudagskvöldið.

Laugardagur:
12:30 Man City - Newcastle
15:00 Brighton - West Ham
15:00 Aston Villa - Crystal Palace
15:00 Wolves - Tottenham
15:00 Chelsea - Leeds
15:00 Arsenal - Bournemouth
17:30 Southampton - Leicester

Sunnudagur: 
14:00 Nott. Forest - Everton
16:30 Liverpool - Man Utd

Mánudagur:
20:00 Brentford - Fulham


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner