Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. mars 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Enn og aftur slökkti Araujo á Vinicius Junior
Araujo er frábær varnarmaður.
Araujo er frábær varnarmaður.
Mynd: Getty Images
Real Madrid gekk illa að brjóta vörn Barcelona á bak aftur í bikarleik í gærkvöldi. Madrídarliðinu mistókst í fyrsta sinn að ná skoti á markið á heimavelli sínum síðan byrjað var að halda utan um þá tölfræði.

Stór ástæða fyrir því hversu illa Real Madrid gekk sóknarlega er hvernig Ronald Araujo hélt Vinicius Junior í skefjum enn og aftur.

Xavi færði Araujo út hægra megin í vörnina og setti hann til höfuðs Brasilíumanninum, eins og hann hafði gert áður með góðum árangri.

Þetta var í þriðja sinn sem Araujo var settur gegn Vinicius Junior og Barcelona hefur unnið alla þrjá leikina; 4-0, 3-1 og 1-0. Vinicius hefur hvorki náð að skora né leggja upp mark í leikjunum.

Xavi talaði um það eftir leikinn að Araujo væri einn besti varnarmaður heims. „Hann var fullkominn. Vinicius var nánast ekki með í leiknum," sagði Xavi.

Það eru enn tveir El Clasico leikir eftir á tímabilinu, seinni bikarleikurinn er eftir og einn deildarleikur.


Athugasemdir
banner
banner