Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og Erik ten Hag, stjóri United, segist fullur tilhlökkunar.
„Ég hef komið á Anfield og veit að hversu magnað andrúmsloftið og stemningin verða. Við fáum fjandsamlegar móttökur, en við erum bara ánægðir með það," segir Ten Hag.
„Ég hef komið á Anfield og veit að hversu magnað andrúmsloftið og stemningin verða. Við fáum fjandsamlegar móttökur, en við erum bara ánægðir með það," segir Ten Hag.
„Það er auðvitað prófraun að mæta Liverpool en við erum spenntir. Við mætum með sjálfstraust og tilbúnir í bardaga. Þetta verður erfitt og það koma stundir í leiknum þar sem við þurfum að þjást. Við þurfum að færa fórnir til að ná úrslitum."
Manchester United vann 2-1 sigur fyrr á tímabilinu, þegar leikið var á Old Trafford.
„Það eru nokkrir mánuðir síðan. Liðin eru á öðrum stað núna. Ég horfi ekki til baka, ég horfi fram veginn. Ég hlakka til sunnudagsins og nýt þess að vera að fara að mæta Liverpool, liði sem er vel stjórnað, er með góðan leikstíl og hugmyndafræði."
Ten Hag lét sitt lið heyra það í hálfleik gegn West Ham í bikarleik í vikunni. Hamrarnir komust yfir í leiknum en Rauðu djöflarnir unnu á endanum 3-1 sigur. Sagt er að Ten Hag hafi 'tekið hárblásarann' á sína menn eins og Sir Alex Ferguson var frægur fyrir.
„Við vorum ekki að spila eins vel og við eigum að gera. Ég var kröfuharður á mitt lið eftir það sem ég sá í fyrri hálfleik, ég krafðist betri frammistöðu. Á hverjum degi fer ég fram á betri frammistöðu. Liðið spilaði mun betur í seinni hálfleik."
Um stöðuna á leikmannahópnum: „Luke Shaw var ekki með í síðasta leik en hann kemur til baka. Jadon Sancho var veikur, við þurfum að skoða hver staðan er á því."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir