Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. mars 2023 13:17
Elvar Geir Magnússon
Firmino fer frá Liverpool í sumar
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino mun yfirgefa Liverpool í sumar, þegar samningur hans rennur út. Þetta fullyrðir Sky Sports.

Firmino er sagður hafa tilkynnt Jurgen Klopp um ákvörðun sína. Klopp hefur oft sagst vilja halda Firmino en óvíst er hvert næsta félag hans verður.

Hinn 31 árs gamli Firmino gekk í raðir Liverpool frá Hoffenheim fyir 29 milljónir punda í júní 2015.

Hann hefur skorað 107 mörk í 353 leikjum í öllum keppnum, þar af níu í 26 leikjum á þessu tímabili.

Aðeins þrisvar á þessu tímabili hefur Firmino spilað allar 90 mínúturnar í ensku úrvalsdeildinni og hefur færst aftar í goggunarröðina eftir að Darwin Nunez og Cody Gakpo voru keyptir.


Athugasemdir
banner
banner
banner