Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. mars 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík fær bandarískan framherja (Staðfest)
Mynd: Grindavík

Grindavík er búið að krækja í bandaríska framherjann Jada Colbert og mun hún leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.


Jada kemur úr háskólaliði Iowa State þar sem hún gerði 4 mörk í 17 leikjum í fyrra og var markahæst í liðinu.

„Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem mun valda okkar andstæðingum vandræðum," segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur.

„Jada er virkilega góð viðbót í okkar hóp og væntum við mikils af henni á komandi tímabili,“ 

Jada er væntanleg til Grindavíkur á næstu dögum. 


Athugasemdir
banner
banner