Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gulli og Viktor framlengja við Dalvík
Mynd: Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir hefur staðfest nýja samninga við fjóra heimamenn og er Gunnlaugur Rafn Ingvarsson þar á meðal.


Gunnlaugur Rafn er fæddur 2003 og hefur verið lykilmaður í liði Dalvíkinga síðustu tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur er Dalvík/Reynir fór upp úr þriðju deildinni í fyrra og verður spennandi að fylgjast með honum í 2. deild.

Þá hafa Elvar Freyr Jónsson, Viktor Daði Sævandsson og Rúnar Helgi Björnsson einnig gert samninga við félagið.

Gunnlaugur Rafn og Elvar Freyr semja til tveggja ára en Viktor Daði og Rúnar Helgi gera eins árs samninga.

Elvar Freyr er fæddur 2004 og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í fyrra. Viktor Daði er fæddur 1997 og á fleiri tugi leikja að baki fyrir Dalvík/Reyni á meðan Rúnar Helgi er fæddur 2000 og hefur alla tíð leikið fyrir Dalvík.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda áfram í heimamennina okkar og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram," segir meðal annars í tilkynningu frá Dalvík/Reyni.


Athugasemdir
banner
banner