Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 12:45
Elvar Geir Magnússon
Hélt að Casemiro væri bara mættur til að hirða peninginn
Casemiro hefur átt magnað tímabil með United.
Casemiro hefur átt magnað tímabil með United.
Mynd: EPA
Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United, viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér varðandi brasilíska miðjumanninn Casemiro þegar hann kom til United síðasta sumars.

Hinn 31 árs gamli Casemiro var keyptur frá Real Madrid á 60 milljónir punda. Margir efuðust um að þetta væru góð kaup hjá United, Butt var þar á meðal.

„Ég efaðist um líkamlegt ástand hans og var ekki hrifinn í byrjun. En eftir að hann fann gírinn eftir þrjá til fjóra leiki hefur hann verið stórkostlegur. Hann er maður leiksins í hverri viku. Hann er miðjumaður af gamla skólanum," segir Butt.

„Ég leit á hann sem gamlan leikmann sem ég hélt að væri bara mættur til að hirða peninginn. En hann hefur sýnt að hann er alvöru leiðtogi, vandaður einstaklingur. Ég hefði elskað að spila með honum á miðsvæðinu."

Butt fór í langt viðtal við Daily Mail en þar talaði hann meðal annars um Marcus Rashford sem hefur skorað sautján mörk síðan hann kom heim af HM í Katar.

„Það sást þegar hann var ungur að hann yrði stjarna. Sama hvaða þjálfara hann hefði haft, hann var alltaf að fara að verða toppleikmaður. Það er enginn betri en hann í dag eins og hann er að spila. Rosalegir hæfileikar," segir Butt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner