Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK fær sýrlenskan miðvörð á láni (Staðfest)
Ahmad Faqa.
Ahmad Faqa.
Mynd: AIK
Nýliðar HK í Bestu deildinni hafa fengið sýrlenskan miðvörð í sínar raðir því Ahmad Faqa er kominn með leikheimild með liðinu. Hann kemur á láni frá sænska félaginu AIK.

Hann er uppalinn hjá AIK og var á láni hjá Västerås fyrri hluta síðasta tímabils og Sandvikens seinni hlutann.

Ahmad, sem er tvítugur, er fæddur í Sýrlandi og er bæði með sænskan og sýrlenskan ríkisborgararétt.

HK hefur verið í leit að miðverði eftir að ljóst varð að Bruno Soares yrði ekki með liðinu á komandi tímabili.

„Við tókum samtalið í haust - við hann og umboðsmann hans - um að við sáum ekki fyrir að það samstarf myndi halda áfram. Samstarfið var þó ánægjulegt allt síðasta sumar. Við erum að horfa annað varðandi miðvörð næsta sumar. Bruno var að mörgu leyti algjörlega fullkominn fyrir það sem við vildum gera síðasta sumar; reynslan, skapið og metnaðurinn reyndust okkur mjög vel. Við teljum okkur þurfa að breyta aðeins til fyrir næsta sumar," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net þegar hann var spurður út í Bruno í janúar.

Komnir
Ahmad Faqa frá AIK
Atli Hrafn Andrason frá ÍBV
Atli Þór Jónasson frá Hamri
Brynjar Snær Pálsson frá ÍA
Marciano Aziz frá Aftureldingu

Farnir
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu
Bjarni Gunnarsson í Fjölni
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í Aftureldingu
Bruno Soares til Þýskalands
Ólafur Örn Eyjólfsson í Þrótt V.
Stefán Ingi Sigurðarson í Breiðablik (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner