Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. mars 2023 10:33
Elvar Geir Magnússon
Jassim og Ratcliffe til fundar með Man Utd
Mynd: Getty Images
Sjeik Jassim bin Hamad al-Thani og Sir Jim Ratcliffe munu á næstu dögum funda með Manchester United varðandi kauptilboðin í félagið.

Guardian segir að báðir aðilar vilji ná samkomulagi fyrir lok tímabilsins, annars gæti yfirtakan verið í hættu. Nýr eigandi vill vera klár með stefnu fyrir sumargluggann.

Glazer bræður vilja fá 6 milljarða punda fyrir félagið en tilboðin fara ekki yfir 4,5 milljarða punda.

Fyrirhugaðir fundir munu fara fram í London eða Manchester og á þeim verða Jassim og Ratcliffe, stjórn United og fulltrúar Raine Group sem stýrir sölunni fyrir hönd Glazer bræðranna.

Sögusagnir eru um að einhverjir fjárfestar séu tilbúnir að koma inn og félagið yrði þá áfram í eigu Glazer bræðra. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.
Athugasemdir
banner
banner